Kjötvinnslan Langholtskoti

Tenglar

Uppskriftir

Uppskeruhátíðarsúpa2017

1 kg. gúllas og 1 kg.ossobuco að sjálfsögðu  frá Koti 

1 stk. rauð paprika

1 stk. græn paprika

5 niðursneiddar gulrætur,

1 rófa

1 sæt kartafla

Pínu kóríander

Basilika

spergilkál

2 stk. Laukar einn rauður og einn hvítur

1 stk. Hvítlaukur úr bastkörfu

5 vel rauðir tómarar settir í sjóðandi vatn og afhýddir þeir saxaðir niður og sett saman við basilika og smá hvítlaukur( líka hægt að nota tómata í dós)´

Ossobuco kjötið er fyrst brúnað á pönnu og kryddað með salti, pipar og paprikudufti það er síðan sett í pott og vatni er hellt yfir þannig að vel fljóti yfir, kjötið soðið þar til það er vel meyrt síðan er það tekið af beinunum skorið í litla teninga og sett saman við gúllasið. Gúllasið líka brúnað gott er að sjóða það í sér potti.

Allt græmnetið þessari súpu er íslenskt kom það frá Melum. Grænmetið er sett í pottinn þegar búið er að blanda ossco buco saman við gúllasið: ásamt smá kúmeni, marjoram (kryddmæru) heitu pizzakryddi frá pottagöldrum, 2 teningar nautakjötskrafti og 2 teningar grænmetiskrafti

Grænmeti skorið frekar smátt og laukar saxaðir. Þetta smakkið þið til og bætið í kryddum eftir smekk gott er að enda á að setja rjómaost í og sjóða aðeins saman við.

Verði ykkur að góðu 

Bændurnir í Langholtskoti og Melum

 

Uppskeruhátíðarsúpa 2013

Enn og aftur þökkum ykkur öllum kærlega fyrir komuna á uppskeruhátíðina og mikið var gaman að sjá ykkur öll.  Hér kemur uppskriftin af uppskeruhátíðarsúpunni sem við buðum uppá þetta árið.

1 kg. gúllas og 1 kg.ossobuco að sjálfsögðu kjöt frá Koti 

1 stk. rauð paprika

1 stk. græn paprika

1 stk. púrrulaukur

2 stk. laukar

3 stk. hvítlauksrifskorin smátt

Ein  flaska heinz chili sauce ( fæst í öllumstórmörkuðum)

½-1 msk. svartur pipar(malaður)

Kjötið er fyrst brúnað á pönnu og kryddað með salti, pipar og paprikudufti það er síðan sett í pott og vatni er hellt yfir þannig að vel fljóti yfir kjötið. Grænmeti og laukar saxaðir og sett í pottinn hjá kjötinu.

Karrý, rjómaosti, vatni og mjólk eða rjóma er bætt í eftir smekk ásamt nautakjöt-og grænmetiskrafti eða hverju sem ykkur dettur í hug.

Verði ykkur að góðu 

-bændurnirUppskeruhátíðarsúpa 2012 

Þökkum öllum kærlega fyrir komuna það var gaman að sjá ykkur öll.


1 kg Kjöt frá Koti holdanautahakk steikt með Montreal steak kryddi frá McCormic

1 stk. laukur saxaður

1 stk. rauð paprika söxuð

5 stk gulrætur í sneiðum

½ blómkálshaus

½ spergilkálshaus

2½ dl. tómatsafi

1 dós niðursoðnir tómatar m/hvítlauk

2 rauðir tómatar saxaðir

1 tsk. chilikrydd

1 tsk. chayennepipar

Kjöt- grænmetis- og kjúklingakraftur.

Bæta vatni í eftir smekk ásamt meira af kryddi.

Allt er soðið saman í ca. 30 mín. Þegar súpan er tilbúin er gott að bæta í hana rjómaosti.

Verði ykkur að góðu bændurnir í LangholtskotiUppskeruhátíðarsúpa 2010

Osso-Busco súpa

Við buðum uppá þessa súpu á uppskeruhátíð Hrunamanna laugardaginn 18. september 2010 og smökkuðu hana um 600 manns. Þökkum öllum fyrir komuna og njótið vel:)
kveðja bændurnir Langholtskoti 
 

1 kg nautakjöt skankar eða annað nautakjöt frá Koti soðið í ca 2 klst.

Kjötið sigtað frá og útí soðið fer:

Allt grænmeti að sjálfsögðu úr Hrunamannahrepp.

1 stk. rófa
4 stk. gulrætur
½  spergilkálhaus
½ blómkálshaus
2 stk paprikur
2 stönglar sellerý
1 stk. laukur
1 stk. rauðlaukur
4 stk. perulauk
2 rif af hvítlauk
2 dósir maukaðir tómatar  m/carlic, basil, oregano.
1 dós sýrður rjómi

Krydd:
Fersk basilika
Ferskur púrrulaukur
Chili pipar
Cayenne pipar
Kjötkraftur
Salt og pipar

Kjötið er síðan hreinsað af beinunum og bætt útí súpuna ásamt vatni og kryddi eftir smekk:)